Annars staðar

Soffía Sæmundsdóttir
26/11/2015 - 13/12/2015
Soffía Sæmundsdóttir_Annars staðar_Stuido Stafn.jpg

,,Á köldum vetrardegi má fletta glanstímariti og skoða myndir af stöðum og lífi úti í heimi. Það kviknar löngun til að kynnast þeim betur, fara þangað…vera þar!
Lítil úrklippa af landslagi sem klippt er úr tímariti er límd tilviljunarkennt á pappír. Með því að mála yfir og tengja landslagið áfram og stækka verður upphaf að áður óþekktum stöðum.
Á tréplötu má sjá landslag og jafnvel mannverur ef grannt er skoðað. Með hverju lagi af málningu á tréplötuna breytist landslagið og mannverurnar ýmist hverfa eða koma í ljós eftir því hversu þykkt er málað og á. Það kviknar löngun til að kynnast þeim betur, fara þangað…vera þar!“
Soffía Sæmundsdóttir er kunn af málverkum og teikningum sínum og hefur verið virk á myndlistarvettvangi undanfarinn áratug. Hún hefur tekið þátt og staðið fyrir einka- og samsýningum og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Á sýningunni í Studio Stafni sýnir hún verk unnin á þessu ári og slær þar á nýja strengi með efnistökum og vali. Sýningin stendur til 13. desember. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14 - 17.

Dagsetningar: 
26/11/2015 - 13/12/2015