Án titils
Guðrún Einarsdóttir
2015
Olía á striga
40 x 40 cm
Verk Guðrúnar Einarsdóttur er hægt að skynja á margvíslegan hátt, og breytast eftir sjónarhorni og fjarlægð. Myndefnið liggur á milli þess að vera óhlutbundnar efnistilraunir í anda hugmyndalistar, og flókinna lífrænna náttúruforma sem setur þau í samtal við landslagsmálverkið, en ættu þó ekki að skilgreinast sem slíkar. Málverk hennar eru áferðar- og efnistilraunir sem á sama tíma birtast sem gáttir út í myndheima náttúrunnar.
(Heimild: Þóra Þórisdóttir, „Maður og Náttúra", Guðrún Einarsdóttir, Crymogea, Reykjavík 2008.)